Verða Íslendingar í minnihluta eftir 10-15 ár?

22 days ago
747

Sigfús Aðalsteinsson er mikill baráttumaður og unnandi frelsis. Hjarta hans slær fyrir þjóðina og hann ásamt öðrum fósturlandsvinum stofnuðu hreyfinguna Þvert á flokka sem hefur safnað Íslendingum kringum þjóðfánann á Austurvelli mörgum sinnum í ár. Hann ræðir í þessum viðtalsþætti við Gústaf Skúlason um geðveikt ástand í kjölfar galopinna eftirlitslausra landamæra en margir óyndismenn nota tækifærið og lauma sér til landsins. Á örskömmum tíma hefur fjöldi aðfluttra orðið það mikill að það tekur bara um 10 til 15 ár með sama áframhaldi að gera Íslendinga að minnihlutahóp í eigin landi.

Flóttamannakostnaðurinn er gríðarlegur og bara í Reykjavík er talan um 1.800 aðflutta sem lifa á kostnað skattgreiðenda.

Kostnaðurinn er gríðarlegur og fáir skilja, hvernig þjóðin hefur efni á þessum velferðarinnflutningi á sama tíma og landsmenn eiga varla þak yfir höfuðið og verið er að frysta fasteignamarkaðinn frá aðgengi ungra fjölskyldna sem vilja eignast húsnæði. Greiðslumat bankanna er út í hött, því það útilokar fleiri en unga fólkið frá fasteignamarkaðinum.

Ríkisstjórn valkyrjanna selur út Ísland til ESB þvert á vilja þjóðarinnar sem er betur komin á eigin kjöl en að verða kjöldregin af hinum nýju hermöngurum Evrópu. Spillingin er svo mikil á Íslandi að það gæti tekið langan tíma til að uppfylla skilyrði evrunnar ef það yrði þá nokkurn tímann hægt.

Loading comments...