Kosningasvindl í Kanada?

3 months ago
1.5K

Karl Gunnarsson, flugstjóri, segir frá nýafstöðnum kosningum í Kanada, baráttu íhaldsmanna og frjálslyndra um hylli kjósenda og öðruvísi kosningafyrirkomulagi en foringi íhaldsmanna, Pierre Poilievre, tapaði þingsæti og komst ekki inn á þing, þrátt fyrir að íhaldsflokkurinn hefði stórbætt fylgið og fengið mun fleiri þingmenn en síðast.

Svo virðist sem að í ýmsum kjördæmum geti einstaklingar utan flokka boðið sig fram eða flokksbrot sem ekki finnast annars staðar. Þetta olli meira en meterslöngum atkvæðaseðli í kjördæmi Poilievre og telja margir að vegna þess hafi eldra fólkið átt erfitt með að finna nafn hans á atkvæðaseðlinum.

Loading comments...