S01E30 | Ísland brennir brýr í samskiptum við Rússa

8 months ago

Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann furðar sig á ákvörðun utanríkisráðherra að loka sendiráði Íslands í Moskvu. Með því sé Ísland að senda mjög hvöss skilaboð sem leggist alls ekki vel í Rússa. Ísland er eina landið í heiminum sem hefur gert slíkt og Úkraínu eina ríkið sem hefur fagnað þeirri tilhögun. Afleiðingarnar segir Hilmar enn óljósar en ljóst sé að ákvörðunin muni hafa áhrif á framtíðarsamskipti ríkjanna til langs tíma.

Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Loading comments...